Ef einhver væri beðinn að lýsa Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur er ekki nokkur vafi að einhvers staðar í þeirri samantekt kæmi fyrir orðatiltækið, sátt í eigin skinni. Árelía geislar af því jafnvægi og gleði sem einkennir fólk á því stigi lífsins að það þekkir sjálft sig og veit að það er nógu gott einmitt eins og það er. Hún sendi frá sér sína þriðju skáldsögu á dögunum en alls hefur hún skrifað sjö bækur. Hún er fræðimaður, frumkvöðull og hugsuður.