Leikkonan Íris Tanja Flygenring ætlaði sér að verða ballettdansari en slys setti strik í reikninginn með þau framtíðarplön. Hún fann sér þó annan farveg í listinni og útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Ísland vorið 2016. Íris segist alla tíð hafa verið fljót að læra hvernig hún ætti að haga sér í ákveðnum aðstæðum enda skipti hún sjö sinnum um grunnskóla í æsku og þar af voru tveir í Bandaríkjunum. Ef til vill hafi þetta verið fyrsta þjálfunin í því að verða leikkona, þótt Íris segist ekki vita hversu gott það hafi endilega verið. Margt hafi reynt á í þessum aðstæðum og hlutirnir hefðu ekki þurft að vera svona erfiðir. Íris fer með burðarhlutverk í sjónvarpsþáttunum Kötlu úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks sem sýndir verða á Netflix en fjárfesting Netflix í verkefninu er sú hæsta sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð og Íris segir að áhorfendur geti dregið lærdóm af þáttunum. Hún hafi sjálf lært að treysta innsæinu sínu.