Seyðfirðingurinn Björt Sigfinnsdóttir horfði hjálparlaus á stærstu skriðuna úr fjallinu stefna beint á æskuheimili sitt þar sem faðir hennar og bræður voru inni. Fyrir eitthvert kraftaverk breytti skriðan um stefnu og fór fram hjá húsinu en upplifunin var hræðileg og hún glímir enn við eftirköst hennar.