Við erum fimm systkinin og foreldrar okkar voru samhent hjón og nutu mjög mikillar velgengni hvort á sínu sviði. Pabbi var háskólamenntaður í fagi sem gefur góðar tekjur og mamma rak verslun. Fyrir fimm árum misstum við pabba og mamma lést í fyrra. Síðan þá hefur allt verið í uppnámi í fjölskyldunni og hver höndin upp á móti annarri.