Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Enginn getur verið allt í öllu, öllum stundum. Engar mæður, engir feður, enginn!

Þegar Elín Ásbjarnardóttir er spurð að því hvernig hún myndi lýsa sjálfri sér segir
hún að heimspekilega svarið sé marglaga og flókið, en að hefðbundna svarið sé að hún
sé 37 ára heimspekingur, tveggja barna móðir í Hlíðunum og eiginkona Vals Magnússonar.
Elín hefur verið að huga að málefnum nýfæddra barna og þá eru það mæðurnar sem henni
er sérstaklega umhugað um. Nýfæddu börnin fylgja þar með. Elín segir að þegar hún
fæddi fyrra barnið sitt vorið 2021 hafi hún verið leitandi að upplýsingum sem sneru að
henni sjálfri í móðurhlutverkinu. Önnina þar á eftir stundaði hún nám í heimspeki og
kynjafræði við Háskóla Íslands og tók þá litla barnið sitt með í tíma. Elín segir það hafa
verið mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög krefjandi. Þessa önn var henni oft umhugað
um hvernig þetta nýja hlutverk væri að hafa áhrif á sig. Þegar hún í kjölfarið fór að vinna í
BA ritgerðinni sinni lá beinast við að skoða hvernig sjálfið breytist í kjölfar fæðingar en
innan heimspekinnar greip hún í tómt. Og þar með hófst leitin að greinum, hugmyndum
og pælingum um þetta stórbrotna mótunarskeið, móðurhlutverkið.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.