Árið 2016 var haldin samkeppni um hönnun nýs skrifstofuhúsnæðis Alþingis þar sem arkitektastofan Studio Granda, sem Margrét Harðardóttir og Steve Christer standa á bak við, bar sigur úr býtum. Á árunum 2008-2013 fór fram fornleifauppgröftur á lóð hússins og fundust um merki um stórt athafna svæði allt aftur til landnáms. Grafið var í gegnum mörg jarðlög og marga tíma með ólíkum fornminjum. Frá þessu kemur hugmyndin um lög tímans sem skipta máli í þessu húsi vegna þess að þar eru teknar ákvarðanir sem hafa áhrif langt inní framtíðina. Árið 2024 voru Hönnunarverðlaun Íslands veitt Smiðju.
