Jasmín Dúfa Pitt flutti til London árið 2017 til að læra leiklist. Þá hafði hún ekki hugmynd um hvað tæki við en nú, tæpum átta árum síðar, býr hún enn í borginni, er trúlofuð enskum manni og farin að vinna fyrir innanhússhönnuð samhliða því að fara í prufur og taka við leiklistarverkefnum þegar lukkan fylgir henni eftir.
