Við Víðihvamm í Kópavogi býr parið Júlía Brekkan, verkefnastjóri á viðskiptaþróunarsviði hjá Eik fasteignafélagi, og Stefán Atli Rúnarsson, viðskiptafræðingur sem vinnur í markaðsmálum. Þau keyptu sér 90 fermetra jarðhæð árið 2021 í húsi sem teiknað var af Einari Júlíussyni árið 1952. Júlía lauk BA í arkitektúr frá LHÍ árið 2019 og segir að áhugi hennar á hönnun hafi alla tíð verið augljós.
