Sigurbjörg Birta Pétursdóttir er 23 ára fagurkeri sem býr í Laugardalnum. Hún starfar sem verslunarstjóri í second hand tískufataversluninni Spúútnik í Kringlunni og hefur meira og minna unnið alla sína starfsævi í Spúútnik, fyrir utan tvö sumur sem hún starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair og ýmis umönnunarstörf í gegnum árin. Hún útskrifaðist með diplómu úr viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum fyrr á árinu.