Aðalheiður Hannesdóttir, oftast kölluð Heiða, er forsprakki bókaklúbbsins Bækur, vín og spjall. Heiða er fimm barna móðir sem kallar sig Akureyring þó svo að hún sé reyndar búin að búa lengur annars staðar en á Akureyri. Eftir að hún flutti heim frá Sviss árið 2013 langaði hana mikið til að vera í bókaklúbb. Hún ákvað því kvöld eitt að senda skilaboð á allar konur sem voru á vinalistanum á Facebook og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Hún fékk strax góðar viðtökur við skilaboðunum og úr varð þessi stórskemmtilegi félagsskapur sem bókaklúbburinn er.