Þegar við hugsum um uppáhalds kökuna okkar þá koma myndir af víkingum sennilega ekki fyrst upp í hugann. Það gæti því komið þér á óvart að orðið kaka er einmitt upprunnið úr fornnorrænu tungumáli frá víkingatímabilinu. Nokkrum öldum síðar voru það Englendingar sem bökuðu kökur og brauð, en í fyrstu var erfitt að sjá muninn, hvort var hvað. Kökurnar litu út eins og brauðhleifur og það eina sem greindi þetta tvennt í sundur var að kökurnar voru kringlóttar og í bökunarferlinu var þeim snúið við, svo þær bökuðust báðum megin. Brauðið eins og við þekkjum það í dag var látið lyfta sér.