Utanríkisráðherrann, lögfræðingurinn, Skagastelpan og sundgarpurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er með eindæmum alþýðleg, árvökul og orku
mikil kona sem brennur fyrir starfi sínu. Hún kemur hlutum í verk og hefur afrekað meira en margur á ekki lengri ævi. Nýverið náði hún þeim áfanga að vera skipuð í sæti á eftir formanni flokksins á lista Sjálfstæð isflokksins í fjölmennasta kjördæmi lands ins, Suðvesturkjördæmi. Það sem fáir vita er að Þórdís Kolbrún er mikil plöntukona og í grunninn náttúrubarn sem ólst upp nálægt sjó á Skaganum og heimilisgarðurinn með útsýni yfir Snæfellsnesið.