Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Þegar hausta tekur og fegurð haustlitanna umvefur okkur í kaldara loftslagi með ilm árstíðarinnar í vitum. Sólin nær að brjótast út á milli skýjanna á góðum degi. Hún ýkir litina enn frekar og veitir það mörgum innblástur til sköpunar þar sem fagurlituðum laufblöðum í allskonar lögun er safnað. Þá er tilvalið að fá útrás fyrir sköpunina við kertaljós með fjölskyldunni og búa til hlýjar minningar heima eða í bústaðnum. Haustverkin ýta við okkur og við söfnum að okkur fræjum og haustlaukum. Garðhúsið minnir á sig, sérstaklega þegar næða tekur og haustlægðirnar gera vart við sig. Inni í garðhúsinu er önnur árstíð og blómin þar ilma. Töfraveröld sköpunar verður til við yl, því ekkert þarf meira en sólarglætu og litlir fingur blómstra í hafi hugmynda. Vatnsdroparnir dynja á glerinu og vindurinn næðir fyrir utan og þeytir fagurlituðum laufum á jörðina. Ef við erum heppin birtist okkur regnboginn og bætir á upplifunina.

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.