Við Njálsgötu í miðbæ Reykjavíkur stendur sjarmerandi hús frá árinu 1918 sem
hefur nýlega fengið verðskuldaða ást frá miklum fagurkerum. Linda Jóhannsdóttir, myndlistarkona, hönnuður og eigandi Pastelpaper, hefur staðið í framkvæmdum í húsinu ásamt manni sínum, Rúnari
Karli, sem starfar sjálfstætt ásamt því að framkvæma þær hugmyndir sem Linda fær. Þau hjón eru engir nýgræðingar þegar kemur að því að gera upp eignir en þau seldu nýlega íbúð í Hlíðunum sem þau höfðu tekið í gegn frá A-Ö.