Í sjarmerandi íbúð í Laugardalnum hafa innanhússarkitektinn Auður
Katrín Víðisdóttir og lögmaðurinn Arnar Vilhjálmur Arnarsson búið
sér hlýlegt heimili ásamt Hauki syni sínum en nýs fjölskyldumeðlims
er beðið með eftirvæntingu. Auður Katrín sá strax í opna húsinu ýmis
tækifæri til að betrumbæta íbúðina og koma aftur með smáatriði
þangað inn til að heiðra tíðaranda hússins en það er byggt í kringum
1960. Auður Katrín tók á móti okkur á vindasömum morgni í ágúst og
deildi með okkur framkvæmdasögum og ýmsum innblæstri en hún
segir þolinmæðina hafa verið leynivopnið í ferlinu.