Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Bættu frekar inn hollum fæðutegundum í stað þess að taka alveg út það óholla 

Anna Sigríður Vernharðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, hefur lengi haft áhuga á heilbrigðum lífsstíl og hollum mat. „Ég var bara unglingur þegar ég fór að pæla í hollustu og heilbrigðu mataræði en á þeim tíma hafði ég ekki hugsað mér að starfa í heilbrigðiskerfinu. Áhuginn á hollum mat hefur svo magnast og þróast með árunum. Ég þyngist auðveldlega og reyni að vera mjög meðvituð um það sem ég borða. Þegar ég var um þrítugt þyngdist ég töluvert og var komin í offitu. Ég náði sem betur fer góðum tökum á þyngdinni aftur með því að einblína enn meira á mataræðið og hef svo náð að halda mér í þeirri þyngd sem mér líður vel með. Ég borða mikið af grænmeti, ávöxtum, grófu korni og mat úr jurtaríkinu en það er líka pláss fyrir kjöt, fisk, mjólkurvörur og egg. Ég hef mikinn áhuga á að elda og borða góðan mat en vil hafa hráefnin hrein og fersk.  Heilbrigður lífsstíll snýst um margt fleira en hollan mat og ég finn að dagleg hreyfing er mikilvæg og hreinlega nauðsynleg fyrir minn líkama og mína sál. Góður dagur í mínu lífi er dagur með mikilli hreyfingu úti í náttúrinni sem endar með slökun í góðu baði eða gufubaði. Það sem gerir daginn auðvitað enn betri er góður félagsskapur, gott veður, góður matur og líka gott vín.“   

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.