Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Í Lefkada í Grikklandi má finna gullfallegar strendur og heillandi húsasund  

Mikael Allan Mikaelsson starfar sem pólitískur sérfræðingur á sviði loftslagsmála hjá alþjóðlegu rannsóknarstofnuninni og hugveitunni Stockholm Environment Institute í Svíþjóð. Síðustu ár hefur hann reglulega ferðast til hinnar gullfallegu eyjar Lefkada, sem liggur úti fyrir vesturströnd Grikklands, þar sem eiginkona hans á uppruna sinn að sækja. Þrátt fyrir að Ísland eigi hug hans og hjarta hefur heimaeyja eiginkonunnar orðið að hans öðru heimili, enda margs að njóta á grísku eyjunni. Mikael kynntist eiginkonu sinni, Eleni, í Bristol í Bretlandi árið 2005 þar sem bæði lögðu stund á meistaranám. Eftir námið ákváðu þau að flytja og fara saman í doktorsnám í Cardiff. Að því loknu fluttu þau Mikael og Eleni til Stokkhólms þar sem þau búa enn þann dag í dag ásamt sjö ára gömlum syni þeirra. Mikael segist hafa reglulega síðustu átján árin heimsótt heimabæ konu sinnar, Lefkada, á samnefndri eyju, en hann féll fyrir eyjunni þegar hann kom þangað fyrst árið 2006. Það þurfti því ekki mikið til að sannfæra hann um að hann og Eleni skyldu gifta sig á eyjunni sem þau svo gerðu árið 2012.   

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.