Litrík og leikræn hönnun, eða „playful design“, samanstendur af björtum og upplífgandi rýmum. Hönnunin leitar eftir að ná fram vissum húmor eða tilfinningu um frelsi frá stílhreinum línum og fastmótuðum innanhússstíl. Með þessum stíl er hægt að leika sér meira með liti og fylgihluti í herberginu eins og sérstökum klukkum, lampaskermum, vösum, myndarömmum og skrautmunum.