Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Jóhanna tók litlu sig og gaf henni þá ást og viðurkenningu sem hún hafði þráð frá öðrum

Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir er fædd og uppalin í Sandgerði þar sem hún lauk sínu grunnskólanámi. Hún er móðir og amma með þrjú uppkomin börn, þrjú barnabörn og eitt á leiðinni. Jóhanna starfar í Holtaskóla í Reykjanesbæ sem stuðningsfulltrúi á skammtímavistun fyrir börn og unglinga með sérþarfir hjá Suðurnesjabæ. Meðfram þessari vinnu hefur hún verið að vinna sem þerapisti samkvæmt Lærðu að elska þig-fræðunum en hún lærði fræðin hjá þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. Til að byrja með fór Jóhanna á sex mánaða netnámskeið hjá Guðbjörgu. Að því loknu vann hún sem sjálfboðaliði hjá konu sem var að læra að vera þerapisti; þar hófst ellefu mánaða sjálfsvinna með fræðin að leiðarljósi. „Það var ekkert planið að fara út í það að vera leiðbeinandi sjálf en það kom eftir að hafa verið í þessari vinnu. Það kom svo sterkt til mín að allir þyrftu að kynnast þessum fræðum. Það kom einnig mjög sterkt til mín að við yrðum að koma þessu í skólana, að allar litlu „Jóhönnurnar“ þarna úti myndu blómstra ef þær/ þau myndu læra að elska sig sjálf. Ég fékk yfir mig einhvers konar köllun; ég ætlaði að gera mitt besta til þess að dreifa þessum boðskap. Eftir að ég útskrifaðist 2021 stofnaði ég Betra líf – lærðu að elska þig-síðuna á Instagram og Facebook þar sem ég fann að ég gat auðveldlega skrifað um mína reynslu og hvernig ég fór í gegnum hana.“ Blaðamaður fékk að skyggnast inn í líf Jóhönnu og kynnast betur Lærðu að elska þig-fræðunum. Við fengum að kynnast Jóhönnu og þeirri vegferð sem hún hefur farið í gegnum til þess að komast á þann góða stað sem hún er á í dag.  

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.