Sandra Espersen og Hildur Sesselja reka saman húsgagnaverslunina Mood Reykjavík þar sem skipulögðu húsgögnin frá USM mörkuðu upphafið að versluninni. Sandra stundaði nám í listrænni stjórnun við Istituto Europeo di Design í Barcelona og er alvön hönnunarheiminum. Hún mælir með því að taka tillit til húsgagna í skipulagi heimilisins svo það skapist andrými á milli þeirra og flæðið verði þar af leiðandi gott.