Leirlistakonan Aldís Bára Einarsdóttir hefur starfað sem leirkerasmiður í fjölda ára og finnast munir eftir hana á veitingastöðum, hótelum og í verslunum Rammagerðarinnar og Epal. Hún sækir mikinn innblástur í náttúruna og segir að leyndarmálið á bak við renndan hlut sé nákvæmni og agi.