Þegar breyta á heimili er mikilvægt að hafa skipulagið á hreinu. Berglind Berndsen, innanhússarkitekt FHI, fékk það verkefni að hanna endurbætur í 250 fermetra húsi frá árinu 1967 sem staðsett er í rótgrónu hverfi í Reykjavík. Hún hefur starfað við innanhússarkitektúr frá árinu 2003 og rekið sitt eigið fyrirtæki síðan árið 2012.