Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna hafa verið gefnar út og verða þau veitt á næstunni. Þar
á meðal er skáldsagan DJ Bambi tilnefnd sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en bókin fjallar um vegferð og hugleiðingar transkonu sem Auður Ava gerir listilega skil á í bókinni. Aðrar skáldsögur sem hafa hlotið tilnefningu eru Ból eftir Steinunni Sigurðardóttur, Dúnstúlkan í þokunni eftir Bjarna M. Bjarnason, Land næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl.