Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Eva Schram og skringilífið

Listamaðurinn Eva Schram er sjötta barn föður síns, fótboltahetjunnar og fyrrum þingmannsins Ellerts Schram og var hann kominn yfir fimmtugt þegar hún fæddist. Hún segist hafa notið góðs af því að fæðast seint inn í líf hans því þá var hann kominn aðeins yfir helstu frægðarár sín og hafði meira rými til að verja tíma með afkvæmum sínum.

„Pabbi hefur alltaf verið mín mesta fyrirmynd og besti vinur og við erum mjög náin. Við deilum sömu áhugamálum og erum útlitslega lík. Þegar ég var lítil vorum við alltaf að yrkja til hvors annars og senda hvort öðru kvæði sem við hripuðum niður á bréfsnifsi. Síðan þá hefur tungumálið  verið  rótin að allri minni sköpun og ritlistin ráðið för í öllu sem ég geri. Þó ég velji að nota ljósmyndamiðilinn þá eru alltaf ótal orð á bak við hverja mynd sem ég skapa. Þessi ástríða fyrir hinu ritaða orði tengdi okkur pabba djúpum böndum. Það er því mjög þungbært að sjá eftir honum núna,“ segir Eva en pabbi hennar greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum og hefur þessi erfiði sjúkdómur verið að taka sinn toll af honum og fólkinu sem stendur honum næst.  

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.