Skáldsagan Armeló fer inn á hina kunnuglegu hugmyndafræði að það sé hægt að þramma sig í átt að núvitund, það er að segja að taka langa og stranga göngu í átt að heilun og sátt. Rómantísk hugmynd sem er kannski sönn, að minnsta kosti lætur Þórdís hana vera trúverðuga í sagnasmíð sinni. Ferðalagið fer frá því að vera óvænt paraferð skipulögð af eiginmanninum yfir í einhvers konar innri leit að sjálfsmynd og samastað þar til allt umbreytist á ný í lokin.