Jólin eru tími hefða, bæði gamalla og nýrra. Mörgum finnst algjörlega óhugsandi að halda jól án þess að bjóða upp á ananasfrómasinn eftir uppskriftinni hennar ömmu en aðrir eru ævintýragjarnari og vilja aldrei bjóða upp á sama eftirréttinn tvö ár í röð. Hvort sem þú elskar hefðbundna klassík eða spennandi nýjungar eru eftirréttir alltaf ómótstæðilegir. Hér fylgja nokkrar uppskriftir þar sem tekið er svolítið tvist á hefðbundna rétti og jólaandinn svífur yfir. Hver veit nema einhver þessara nýju uppskrifta endi á því að verða klassík á einhverju heimili…