Sýningin Samband/Connection var nýverið frumsýnd á hönnunarhátíðinni 3 Days of Design í Kaupmannahöfn. Nú verður sýningin sett upp í fyrsta skipti hér á landi þann 5. október í Epal, Skeifunni. Sýningin er einnig unnin í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Samband/Connection sýnir hönnun eftir íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað húsgögn og vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin endurspeglar íslenska hönnun og samband íslenska og skandinavíska hönnunarsamfélagsins. Af þessu tilefni tókum við hönnuði sýningarinnar tali og fengum að forvitnast um þeirra hönnun og feril.