Nýlega bárust þær fréttir að Una útgáfuhús myndi renna saman við Benedikt bókaútgáfu. Una starfaði í um fjögur ár og á þeim tíma náði litla útgáfuhúsið að gefa út yfir 30 skáldverk, bæði þýdd og íslensk, og vöktu þeir rithöfundar sem Una útgáfuhús uppgötvaði á starfsárunum þar að auki tölvuverða athygli í íslensku bókmenntalífi. Við settumst niður með Einari Kára Jóhannssyni, einum af stofnendum Unu útgáfuhúss og ræddum við hann um farinn veg, sameininguna við Benedikt og íslenska bókaútgáfu.