Þegar stóru tískuhúsin frumsýndu haust- og vetrarlínur sínar fyrir árið 2023 var augljóst að rauður ætti að verða áberandi litur næsta misserið. Rauðar flíkur og fylgihlutir tóku yfir tískupallana og það leið ekki á löngu þegar gæta mátti áhrifa í götutískunni og á slám hinna ýmsu verslana. Við fögnum því og hlökkum til þess að finna leiðir til þess að bæta þessum djarfa og líflega lit í fataskápinn okkar.