Anna Lísa Björnsdóttir er algjör lestrarhestur. Anna Lísa er ein af stofnendum Gleymmérei-styrkarfélags og Sorgarmiðstöðvarinnar. Hún vinnur hjá þingflokki Vinstri grænna og hefur ávallt haft dálæti á bókum og lesið mikið. Anna Lísa er barn útgefanda og ólst að eigin sögn upp á bókalager útgáfunnar Svart á Hvítu, sem var til húsa í Hverfisgötu á níunda og tíunda áratugnum. Anna Lísa segir lyktina af nýprentuðum bókum vera sína uppáhalds, enda minni hún hana á æskuárin í Hverfisgötunni.