Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og ráðgjafi hjá Rétti, segist ekki hafa vitað mikið um hvalveiðar Íslendinga fyrr en fyrir nokkrum mánuðum, þegar hún tók að sér lögmennsku fyrir Náttúruverndarsamtökin og fór að kynna sér málefnið af alvöru. Fáránleikinn og aðgerðarleysi stjórnvalda hafi vakið áhuga hennar sem hún segir að muni ekki slokkna fyrr en hvalveiðum Íslendinga verði hætt. Katrín hefur verið ómyrk í máli um getuleysi stjórnvalda og stjórnsýslunnar þegar kemur að hvalveiðum Hvals hf. við strendur Íslands.