Sigríður Gísladóttir hefur síðustu fjögur ár látið að sér kveða sem talskona barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Sigríður er formaður Geðhjálpar og er fyrsta konan til að gegna því embætti í meira en áratug og er hún einnig forsprakki og framkvæmdarstýra Okkar heims sem er nýstárlegt úrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda.