Á næsta ári eru liðin þrjátíu ár síðan Austur-Indíafjelagið opnaði dyr sínar í fyrsta skipti. Bláa vígalega hurðin við Hverfisgötu einkennir staðinn en innan hennar er heill heimur indverskrar matargerðar og menningar. Chandrika og Gunnar opnuðu staðinn árið 1994 en á þeim tíma var lítið um framandi matargerð á Íslandi. Þau voru því sannir brautryðjendur í að bjóða lítilli þjóð í Atlantshafi upp á ekta indverska matargerð frá fjölmennasta ríki heims.