Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildamynda var stofnuð árið 2007 á Patreksfirði og er haldin um Hvítasunnuhelgina, dagana 26. – 29. maí. Á hátíðinni er sýndur fjöldi fjölbreyttra heimildamynda og er lykilviðburður fyrir heimildamyndahöfunda og áhugafólk um heimildamyndir á Íslandi. Skjaldborg er einnig kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir.