Áætlað er að um 6000 manns séu með heilabilunarsjúkdóma á Íslandi. Alzheimersamtökin vinna mikilvægt starf í þágu þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandendur þeirra. Mig hefur lengi langað að fræðast betur um það starf sem Alzheimersamtökin sinna ásamt því að fræðast betur um sjúkdómana og ferlið sem tekur við leiki grunur á að ástvinur glími hugsanlega við heilabilun.