Fátt er mikilvægara en góð sólarvörn þegar kemur að góðri húðumhirðu. Sólarvarnir koma í veg fyrir að skaðlegir geislar sólarinnar brenni húðina og þar sem húðin er stærsta líffæri líkaman ættum við að passa vel upp á það. En það er að mörgu að huga þegar kemur að sólarvörnum, og til er heill hafsjór af þeim, því það getur reynst erfitt að vita hver hentar okkar húðgerð, veitir mestu vörnina eða hverjar virka til dæmis best undir farða svo eitthvað sé nefnt.