Guðna Gunnarssyni er margt til listanna lagt og hefur stundað jóga frá blautu barnsbeini. Hann var fljótur að tileinka sér núvitund og aga eins og hann orðar það eftir að hann upplifði ótta gagnvart sjálfum sér á unglingsárum. Á heimili hans var mikil drykkja og neysla og hann vissi um leið að hann þyrfti að taka líf sitt og stefnu sinnar vegferðar í eigin hendur ef hann ætlaði ekki að rata á sömu braut og foreldrar sínir.