Þegar Sigurður Pálmi var 11 ára gamall fær hann mikinn áhuga á myntsöfnun. Hann gengur þá í Myntsafnarafélag Íslands og kynnist þar allri þeirri merkilegu sögu sem liggur á bakvið hverja mynt. Áhugi hans dafnar á unglingsárum en árið 2005 dreifir ástríða hans sér í allar áttir og árið 2013 opnar hann verslun á Hverfisgötu sem selur gamla muni. Eftir það vatt ævintýrið upp á sig og fór Sigurður að aðstoða fólk við að meta t.d. dánarbú og allskonar muni sem fólk var stundum að grafa upp úr geymslum.