Það er stór áskorun að halda skipulaginu á heimilinu góðu, sérstaklega í nútímasamfélagi þar sem skilaboðin um að mann vanti hitt og þetta lífsnauðsynlega dynja stöðugt á manni. Freistandi útsölur, tilboð og ómótstæðilegir dílar eru daglegt brauð og áður en maður veit af eru allar skúffur og allir skápar heimilisins fullir, geymslan sömuleiðis yfirfull og önnur rými. Í dag er eiginlega orðið erfiðara að eiga minna heldur en meira.