Bicicletta eða „hjólið“ er klassískur ítalskur kokteill og sagan segir að hann dragi nafn sitt af eldri mönnum sem sveigðu og beygðu um göturnar á leið heim af barnum eftir að hafa sötrað nokkra svona kokteila. Vanalega er notast við Campari í þennan drykk en við breyttum aðeins til og notum Galliano sem hefur ögn mildara bragð.