Melih Kayir vínsérfræðingur á veitingastaðnum TIDES, The Reykjavík EDITION segir okkur hvað er framundan á nýju ári í vínheiminum en hann hefur orðið var við miklar breytingar á síðustu árum meðfram auknum áhuga og þekkingu fólks á vínum. Melih er spenntur fyrir nýju ári, hann sér fram á aukna áherslu á lífræn vín og náttúruvín en sjálfur er hann hrifinn af Franciacorta freyðivíninu sem hann lýsir sem hinu ítalska kampavíni.