Allir vita að góð heilsa er gulli betri og þess vegna er mikilvægt að hver og einn taki ábyrgð á eigin lifnaðarháttum. Heilsurækt á yngri árum snýst fyrst og fremst um að búa í haginn og byggja sig upp til efri áranna. Meðalaldur fer hækkandi og miklu munar að leitast við að auka lífsgæði sín fram eftir ævinni með því að taka ábyrgð á heilbrigði sínu.