Nýr sóttvarnarlæknir er á forsíðu Vikunnar að þessu sinni. Hún er sporgöngumaður manns sem náði til allrar þjóðarinnar með yfirvegun sinni, rósemd og rökfestu meðan á heimsfaraldri kórónuveirunnar stóð. Vonandi þarf Guðrún Aspelund ekki að standa vaktina á hverjum degi á sama hátt og Þórólfur gerði, ekki vegna þess að henni sé ekki treystandi til þess fremur af þeim sökum að okkur langar ekki þangað aftur. Langar ekki aftur í sóttkví, samkomutakmarkanir, einangrun og áhyggjur af sjúklingum á gjörgæsludeild.