Elspa Saga konu eftir Guðrúnu Frímannsdóttur er áhrifamikil frásögn konu af lífi lituðu af ofbeldi, vanrækslu, grimmd og fátækt. Það er margt sláandi hér meðal annars hvernig slæm félagsleg staða gengur í arf. Það þarf sterk bein til að ná að vinna úr afleiðingum uppeldis á borð við það sem Elspa hlaut og fáir sem geta það einir og óstuddir.