Á Sikiley er sagt að sérhver saga byrji á hjónabandi eða dauða. Í tilfelli Tembi Locke var það hvoru tveggja. Hún hitti og féll fyrir sikileyskum kokki en missti hann skömmu síðar úr krabbameini. Um reynslu sína skrifaði hún bókina From Scratch og í október verður frumsýnd á Netflix sjónvarpsþáttaröð gerð eftir skáldævisögunni.