Ég á fyrrverandi eiginmann og barnsföður sem fór mikið til útlanda í skemmtiferðir nokkrum sinnum á ári, var yfir helgi og alveg upp í tvær vikur í burtu. Hann er ríkur pabbadrengur, verulega dekraður og eyddi því alltaf mjög mikið í sjálfan sig meðan hann var á ferðalögum. Þetta kom niður á fjárhag heimilisins og var ein af ástæðum þess að við skildum. Hann var með þrefalt hærri laun en ég en samt borgaði ég alla reikninga.