Karl Ágúst Úlfsson hefur brugðið sér í allra kvikinda líki í íslensku menningarlífi og meðal annars gegnt hlutverki fíflsins við hirð þeirra sem stjórna samfélagi okkar. Í verkinu Fíflið: Karl Ágúst Úlfsson (kveðjusýning) setur hann eitt og annað í nýtt og óvænt samhengi, en þar kemur 40 ára reynsla hans sem samfélagsrýnir, höfundur og sviðslistamaður í góðar þarfir. Upplýsingar: tjarnarbio.is.