Skólatískan í haust einkennist af fallegum litum, en dökkbrúnn, ljósleirbrúnn og svartur eru áberandi ásamt fínlegum litum til að brjóta upp eins og lillabláum og perluhvítum. Grófbotna skór halda velli og há stigvél koma sterk inn með grófum botni oftast. Vatteruð vesti yfir jakka og peysur eru áberandi og víðar gallabuxur. Við kíktum í nokkrar búðir.