Nú eru skólarnir byrjaðir og börnin trítla í skólann, sum glöð og hlakka til að hitta félagana en önnur full kvíða. Skyldi sama ofbeldið og áreitið mæta þeim og síðasta vetur? Einelti er alvarlegt og algengt vandamál bæði meðal barna og fullorðinna. Það hefur djúpstæð og alvarleg áhrif á þolendur og ætti aldrei að líðast og í ljósi þessa er undarlegt hversu erfiðlega gengur að uppræta það.