Á Jazzhátíð í Reykjavík vakti athygli hve margt ungt fólk hefur heillast af jazzinum og fundið sér farveg innan þeirrar krefjandi tónlistarstefnu. Ein af þeim er Rebekka Blöndal söngkona en hún gaf út sína fyrstu plötu í byrjun hátíðarinnar og lög af henni hafa síðan hljómað bæði í útvarpi og notið vinsælda á Spotify. Rödd hennar er einstök og heillandi og fellur einkar vel að jazz- og blústónlist. Okkur lék forvitni á að vita hvað væri í bígerð hjá henni á næstunni.